Heilsumessan verður haldin í fyrsta sinn dagana
10. til 11. maí í Hörpu.
Á Heilsumessunni verða fjöldinn allur af fjölbreyttum fyrirtækjum og þjónustuaðilum sem öll hafa það að markmiði að styðja við heilbrigðan lífsstíl – allt frá næringu og hreyfingu til andlegrar heilsu. Hvort sem þú ert þegar meðvitaður um mikilvægi heilsunnar eða aðeins að byrja að skoða nýjar leiðir til að bæta lífsgæði þín, þá er
Heilsumessan fyrir þig.
Sýningin er opin
laugardaginn 10. maí og sunnudaginn 11. maí frá kl. 12:00 - 17:00
Aðgangur er ókeypis.